Deprecated: Assigning the return value of new by reference is deprecated in /home/keinbetr/public_html/wp-settings.php on line 204

Deprecated: Assigning the return value of new by reference is deprecated in /home/keinbetr/public_html/wp-settings.php on line 219

Deprecated: Assigning the return value of new by reference is deprecated in /home/keinbetr/public_html/wp-settings.php on line 226

Deprecated: Assigning the return value of new by reference is deprecated in /home/keinbetr/public_html/wp-settings.php on line 233

Deprecated: Assigning the return value of new by reference is deprecated in /home/keinbetr/public_html/wp-settings.php on line 258

Deprecated: Function set_magic_quotes_runtime() is deprecated in /home/keinbetr/public_html/wp-settings.php on line 27
keinbetreff : Breytt heimsmynd og allt það..

Breytt heimsmynd og allt það..

9 July 2007 | Rúna

Á laugardaginn, sem virðist hafa verið eini góðviðrisdagurinn á sunnanverðu Englandi í sumar, ákváðum við að skella okkur í lautarferð til Lundúna. Það var gömul kunningjakona, hin danska Helene, sem stóð fyrir fjörinu og ekki spillti fyrir að von var á henni Katie frá Edinborg líka.

Það var á leiðinni á lestarstöðina í Brighton sem ég fékk hrikalegan hnút í magann. Ég áttaði mig allt í einu á dagsetningunni – 070707 – sem væri örugglega tilfallin fyrir hryðjuverkamenn að nýta sér, og þar að auki tvö ár upp á dag síðan lestirnar og strætóinn voru sprengd í loft upp í Lundúnum. Ekki skánaði ástandið þegar við vorum komin inn í lestina því starfsfólkið virtist hafa alveg jafn miklar áhyggjur og ég. Hvað eftir annað heyrðist rödd í hátalaranum biðja gesti um að vera nú dugleg að skima í kringum sig og ýta á takka ef einhver ferðafélaginn hegðaði sér grunsamlega. Svo vorum við líka látin vita af því að á lestarstöðvum í Lundúnum væru verðir að leita að vopnum á fólki.

Þegar ég hafði skimað vel og lengi í kringum mig og hlustað á Andrés útskýra að það væri tölfræðilega séð mjög ólíklegt við værum akkúrat í lest sem væri sprengd meðan við værum í henni fór ég að anda pínu léttar. En ég var nú samt ekki algjörlega róleg fyrr en við vorum komin undir heiðan himininn á Hampstead Heath.

Eftir svona erfiða ferð til Lundúna hefði mig aldrei grunað að ferðin heim yrði enn erfiðari. En það var á sunnudagsmorgni í lestinni til Brighton sem ég fór virkilega að halda að við myndum aldrei komast lifandi á leiðarenda. Eftir að hafa skemmt okkur allan daginn, allt kvöldið og alla nóttina, fyrst í garðinum og svo í eftirpartí hjá Helene með öðrum Norðurlandabúum og Katie, var heldur lágt á okkur risið þar sem við sátum í sætunum okkar og reyndum að halda okkur vakandi. Helþunn og dauðþreytt fylgdumst við með hryllingi þegar móðir hlammaði sér með öllum fimm börnunum sínum í kringum okkur. Fjölskyldan var greinilega á leiðinni í spilavítið á Brighton Pier og börnin voru hvert með sinn myntpokann sem þau hristu í gríð og erg. Þess á milli æptu þau, öskruðu, sungu ‘I believe I can fly’ og voru óþolandi á allan hátt. Verst var þó móðirin sem blótaði í öðru hverju orði og sagði öllum sem heyra vildu (eða vildu ekki) að drulla sér og fara í rassgat.

Einhvern veginn sluppum við lifandi úr þessari lestarferð dauðans. En ég á eftir að gera allt sem ég get til að halda mig frá lestum í drjúga stund á þessum síðustu og verstu tímum..

4 Comments

 1. sun said on 10 Jul 2007 at 19:28:

  Samúðarkveðjur. Þessi lestarferð hin seinni hljómar vægast sagt hræðilega.
  Ég er annars nýkomin frá Berlínarborg þar sem mér var oft hugsað til ykkar hjúa:)

 2. Elliði said on 18 Jul 2007 at 20:15:

  Þið eruð nú meiri prakkararnir. Langt síðan við höfum sést. Hittumst vonandi á förnum vegi fyrr en síðar.

  Kv,
  Elliði

 3. Nymphets ukrainian. said on 26 Feb 2009 at 02:10:

  Ukrainian nymphets….

  Young nymphets art youngpussy shaved pubes home. Nymphets. Ukrainian nymphets. Young nymphets. Thia nymphets….

 4. Allergies amoxicillin. said on 28 Jun 2009 at 01:56:

  Amoxicillin order mexico mexican….

  Amoxicillin and clavulanate potassium 875 mlg. Amoxicillin and alcohol….

Log in to post a comment.

You can follow the discussion through the Comments feed. You can also pingback or trackback from your own site.